Ég vil ekkert drull yfir dæmi eða neitt þannig… vil bara koma með nokkrar spurningar og hugsanir hérna. veit ekki hvernig ég á að byrja.

Hvernig er eiginlega hægt að losna við manneskju úr hausnum á sér þegar maður er búnað ‘hafa thing’ fyrir manneskjunni í alveg meira en ár?

maður er alveg búin að gera sér grein fyrir að það er ekkert á leiðinni að verða meira, en samt vill maður ekki láta það fara.. þessa ‘von’. Glatað því það svekkir mann bara meira og meira.

Ákveður maður sjálfur hvort að manneskjan er alltaf þarna í huganum eða?

Kannski vitið þið ekki nóg um þetta sem ég er að tala í kringum þannig að ég ætla að segja smá svo þið getið komið með komment á þetta..
í grófum dráttum:

búin að vera að tala við strák í semsagt eitthvað meira en ár og hann kallar mig bestu vinkonu sina og hann er besti vinur minn. En málið er að ég er hrifin af honum og ég held hann viti það samt og svo einu sinni hringdi hann í mig þegar hann var blindfullur kl.3 um nóttina og bað mig um að koma og hitta sig, og ég svona var ekki alveg á því. Þá sagðist hann bara vilja fá að kyssa mig.. og ég ákvað að stelast út heh, og hann sagði mér hvað hann elskar mig mikið og að ef hann hugsi um einhverja stelpu þá er það ég, og að ég sé eina stelpan sem honum hafi virkilega langað að vera með, vilji vakna við hliðina á mér á hverjum morgni og fleira svona.. svo fékk hann mig til að koma aðeins heim til sín og þar gerðist svoldið og hann reið mér næstum þvi, en ég vildi það ekki því hann var ekkert í ástandinu, var ekki með smokk á og + ég hrein heh

en svo svona vanalega þá er hann svona týpan sem sýnir ekkert emotional, frekar harði gaurinn.

Hann hefur ekki einu sinni talað almennilega við mig um þetta eftir að þetta gerðist, sendi samt sms daginn eftir hvað hann var mikill hálviti og að hann séði eftir þessu.

Spurning.. Af hverju í fjandanum ætti hann að segja þetta við mig ef hann meinar þetta ekki? getur verið að þetta sé allt saman bull af því hann var fullur eða var það það sem fékk hann til að þora að segja þetta allt? Sér hann eftir að hafa reynt of mikið eða eitthvað…

Hvernig á ég að blocka á hugsunina um hann, því ég þoli ekki að hann skuli ekki reyna að gera eitthvað meira í þessu ef þetta er satt…

eða á ég að reyna að tala meira við hann áður en ég missi hann alveg í burtu? er smá hrædd um að ég sé að missa hann frá mér því erum ekkert búin að tala saman í svoldinn tíma.. það er eins og ég þurfi alltaf að ‘tékka hvort hann segi eitthvað við mig áður en ég geri eitthvað’ …


veit ekki neitt og ég er orðin svo þreytt á þessu er að verða biluð