Halló

Ég er orðinn nett leiður á því hvað mér gengur illa að komast á fast. Nánast allir vinir mínir eru á föstu og skipta meira segja reglulega út. Ég hinsvegar næ aldrei að festa mig sem er orðið alltof pirrandi. Ég á marga mjög góða vini, tel mig hafa góðan persónuleika, ég stunda íþróttir af kappi, ég spila á gítar, ég á góða fjölskyldu, ég drekk ekki, ég er góður hlustandi, en einhvernvegin er þetta ekki að nægja. Ég kemst aldrei lengra en að vera vinur stelpna sem ég er hrifinn af. Kannski er það örugglega útaf því að ég er hræddari við að taka fyrsta skrefið heldur en dauðann, þannig ég spyr líka, afhverju getið þið stelpur ekki reynt stundum að taka fyrsta skrefið !! ég er brjál#&%/& :)

þurfti bara að fá smá útrás fyrirgefið :(