Komdu í nótt á meðan englarnir sofa
Ég veit að ég sagði ljóta hluti
Ég veit að ég ætlaði að lofa
Þú virtist bara ekki þurfa mig
Gerðu það, sjáðu mig
Brotin sál sem ráfar um í leit að einhverju
Einhverju, sem ekki kemst í líkingu við þig…
Ég gæfi allt til að fá þig
Allt til þess að þú elskir mig

“Ég ætla þér að lofa
að ég mun alltaf elska þig
Ástin mín, ekki láta mig fara að sofa
án þess að leyfa mér að segja…

Þú ert það eina sem ég elska og það eina sem ég þarf”

Mistök verða ekki tekin til baka
Sama hvað ég reyni, þú lítur ekki á mig
Ég er að reyna að segja þér að þú ert sú eina
Ég veit að mig er um að saka…
En ég elska þig
Þessi þrjú orð eru það eina sem ég meina…

Gerðu það, ástin mín
Ég stakk af, hræddur við að missa
Nú veit ég að þetta var mín stærsta skyssa
Ég veit að ég ætlaði að lofa
Ég veit ég missteig mig í þessari ást….

Og ég dreymi mistökin á meðan englarnir sofa

“Ég ætla þér að lofa
að ég mun Alltaf elska þig
Ástin mín, ekki láta mig fara að sofa
án þess að leyfa mér að segja….

Þú ert það eina sem ég elska of það eina sem ég þarf”


Komdu í nótt á meðan englarnir sofa
Ég veit ég sagði ljóta hluti
En sama hvað, ég lofa
Ást mín á þér er ódauðleg
Fyrirgefðu mér, elsku ástin mín
Þessi martröð fer að vera óendanleg…


Gerðu það, hlustaðu á mig
Ég veit að þú ert sú eina
Ég elska þig
Þetta eru einu þrjú orðin
Sem ég veit að af öllu mínu hjarta ég meina…

Ég elska þig.
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"