Þetta eru orð ekkert annað
af hverju ertu að banna
mér að henda þeim
meiningin er aum ef ég sleppi þeim
ég hugsa og ég tala, af hverju ertu reið
og af hverju ertu leið
þó ég tali beint frá hjartanu
ég elska þig, í alvöru
þegar orðin hafa merkingu
stundum þó ég virðist hata hamingju
fæddist kannski undir þannig stjörnu
en ég hata þannig bábyljur
þú skapar það sem að
mér fannst ég missa af
og við erum það
sem allir vilja hafa
ef þú fyrir fyrirgefur mér gallanna
ást ef ég má svo kalla hana
en ég veit ég hleypi draugum inn
sem ég kvaddi fyrir þig
og ég veit þeir skemma fílinginn
sem ég skapa fyrir þig
allt sem ég geri
vona ég þú kunnir að meta að ég reyni
tilganginn
því ást er aldrei fullkominn

Silla undir:
Ég finn þegar þú brotnar
Ég finn þegar þeir vakna
Ég veit þegar þú opnar
Svo plís viltu loka
Ég fer ef ekki

Ch.
Ekki hleypa draugunum innn
Elsku vinur minn
Við getum dag í hvert sinn
Í birtunni, burt frá þeim
Svo ekki hleypa draugunum


Þú þekkir mig betur en allir hinir
Þú þekkir mig eins og bestu vinir

Líka hinn heiminn
Allt sem ég hugsa
Þú þekkir mig
Skilur mig

Ég get ekki slegist við þig
Eins og við sjálfan mig
En ég reyni þegar ég opna hurðina
Án þess að vilja það
Plís reyndu að skilja að
Að missa þig er martröð
Sem ég vakna upp við það á næturnar

Bara til að leita þér, vantar þig..
En leggst rólegur aftur ef þú mér við hlið
Svo ég held í þig
Þori ekki sleppa

Held ég þori ekki treysta
Hræddur um að missa
Allt sem ég á
Það er allt sem við erum
Þó allt sem við gerum
sé að flýja draugana
Til að halda í ástina
Ég reyni að setja lás á hurðina
Svo þessir draugar fái að sofa
Og skýjin fari að rofa
Til og sólin skíni ofar
Og við til eilífðar…
Þó veðrabreytingar
Vakni með hverjum nýjum dag…


Ég elska þig, ég vil ekki missa þig.
Fyrirgefðu það sem ég gerði.

Ég sakna þín, ekki gleyma mér
Ég vona að þú lesir þetta ástin mín :*

Bætt við 8. nóvember 2007 - 20:06
Fræ - Ekki hleypa draugunum inn
Því ást er ekkert nema gamalt orð, loforð um tímabundna umhyggju.