Fyrir einu og hálfi ári kynntist ég frábærum strák. Við urðum alveg ágætir vinir, ég varð svo hrifin af honum og hann hrifinn af mér. Við vissum það bæði, vorum reyndar of feimin til þess að gera eitthvað í því.

Svo eitt kvöldið biður strákur sem ég kannaðist eitthvað við, um að hitta sig. Ég gerði það og eiginlega strax og við fórum að kynnast byrjuðum við saman - vitandi það að strákurinn sem ég talaði um hérna ofar væri voða hrifinn af mér og allt stefndi í eitthvað meira. Það mætti segja að ég hafi gefið skít í hann, sagði honum ekki einu sinni að ég væri með/ að hitta strák. Sagði honum ekki að þetta myndi ekkert ganga upp hjá okkur. Æddi bara í þetta eins og mér væri sama um þennan vin minn. Eða mig minnir að ég hafi ekki sagt honum. Held hann hafi bara frétt þetta í gegnum sameiginlega vini okkar. Mjög illa gert, ég veit, og ég skammast mín mjög mikið.

Þessi strákur sem ég er með er ekki alveg sá besti sem ég gæti verið með. Hann er jú alveg skemmtilegur og góður við mig en hann hefur sína galla. Hef verið að hugsa það í þó nokkurn tíma að hætta með honum en það er bara svo erfitt því mér þykir svo vænt um hann og ég er svo hrifin af honum og er bara ekki tilbúin til þess að hætta þessu. Allavega ekki núna.

Og til að leiðrétta allan misskilning, þá myndi ég ekki hætta með honum til þess að reyna að fá vin minn ‘til baka’, heldur vegna þess að ég veit að þetta samband á ekkert eftir að endast, veit að ég gæti verið í betri sambandi Okkur er bara ekki ætlað að vera saman held ég, that's all.

Ég hef mikið að vera hugsa til stráksins og .. ég bara sakna hans. Ég sé svo eftir því að hafa hætt að hitta hann og farið að hitta bara ‘einhvern gaur’ (sem ég þekki mjög vel í dag reyndar, búin að vera saman í sirka ár). Ég er viss um að hann hefði farið miklu betur með mig (núverandi kærastinn minn hefur reyndar aldrei farið illa með mig þótt sumir vilji meina það, hann hefur bara gert sín mistök, that's all).

Bara ef ég gæti spólað til baka. Ég veit að ég hef engan mögulega á því að vera með þessum strák,(sem ég myndi sennilega reyna við þegar ég væri tilbúin til þess, sem er ekki strax) við tölum eiginlega aldrei saman lengur nema á msn - og ef ég byrja samtalið.

Ég veit í rauninni ekki afhverju ég er að setja þetta hérna. Hef ekki getað talað um þetta við neinn. Köllum þetta bara útrás.

Ok, segjum bara svo að ég vilji vera með vini mínum sem ég átti einu sinni góðan séns í en ekki lengur því ég æddi í samband með ‘einhverjum’ gaur sem ég þekkti varla at the time. Mitt vandamál, mér að kenna, ekkert sem hægt er að gera í því núna. Ég er ekki að vorkenna sjálfri mér, þó það hljómi þannig.

Haha, bara ef ..