Segjum að maður sé í sambandi og það slitni svo upp úr því.
Hvað finnst fólki að maður ætti að bíða lengi áður en maður fer og gerir einhverja vitleysu? ;) sem sagt fer að dúlla sér eða e-ð með öðru fólki.
Hef nefninlega grun um að skoðanir á því geti verið mjög mismunandi.
Endilega segjið líka ef fleiri staðreyndir skipta máli, svosem hvort parið hefur verið saman í 2 mánuði, eitt ár eða 10 ár, og hvort aldur skipti máli.

Ég persónulega er ekki alveg með skoðun á þessu. Finnst að fólk ætti svosem að mega gera það bara þegar það er tilbúið til þess (óháð hinum aðillanum), en skil hinsvegar að fólk líti skringilega á það.
Virðist allavega vera lítil regla á því hjá 12-14 ára krökkum, nánast nýr kærasti/kærasta hverja viku hjá sumum sem ég þekki :P (einhverjar ýkjur þarna samt).

Bætt við 6. nóvember 2007 - 08:44
Hmm, ég er samt líka að pæla hvers konar álit fólkið fengi á sig. Almenningsálit og þannig.
Þið sem eruð búin að svara, er þetta þá e-ð sem ykkur finndist allt í lagi, ef þið stæðuð fyrir utan þetta? (væruð ekki þessi aðilli sem var að hætta í sambandi, heldur utanaðkomandi).
=)