Bestu ár lífs míns og mesta sorgin eftir það :(

Ég skal segja ykkur sögu sem ég mun aldrei gleyma! Þegar ég var 14 smá smástelpa kynntist ég strák sem var samt fjórum árum eldri en ég! Við vorum góðir vinir í langan tíma áður en að neitt gerðist , svo allt í einu búmmkampabúmm :D þá byrjuðum við að dúlla okkur og urðum svo par.

Þetta samband entist í tvö og hálft ár sem var yndislegasti tími sem ég hef lifað , alltaf svo ánægt, brosmild og það var allt frábært=) Lagið okkar var “Leyndarmál frægðarinnar” gerðum svo mikið sem ég mun aldrei gleyma =) En svo ég geri langa sögu stutta þá var þetta yndislegt, þangað til að ég asnaðist til að fara rugla ekkað og í kjölfari þess sagði ég honum upp  . Það voru mín verstu og stærstu mistök sem ég hef gert í gegnum ævina!

Enn í dag eru næstum eitt og hálft ár síðan sem er voða langur tími þegar maður sér eftir einhverju! Ég hafði getað fengið hann aftur fyrir nokkru en ég var svo reið út í hann þá því hann braut svolítið á mér sem ég vilekki deila með ykkur í augnablikinu En það að klúðra tveimur tækifærum sem skipta manni allt lífið er ekki sniðugt og ég er viss um að ég muni aldrei fyrirgefa mér það.

En já vildi bara deila þessu með ykkur , því ég stoppa ekki að hugsa um hann , Aldrei það kemur ekki fyrir einu sinni. Takk fyri
Leyndarmál frægðarinnar