Ég er búin að vera að dúlla mér í allt sumar með strák sem ég er ógeðslega hrifin af og hann var að segja mér í gær að hann vildi ekki samband og ég spurði hvort hann hafði eitthverntíma verið hrifinn af mér og hann sagði að hann hefði verið það bara fyrst… af hverju í andskotanum hélt hann áfram að hitta mig þá spurði ég hann og hann sagðist ekki vita af hverju… samt var hannb úinn að vera að segja fyrir svona 2 vikur að við værum saman og ég spurði af hverju hann hefði verið að því og hann sagði bara að hann hefði gert það því hann sagði að hann sagði það bara því hann vissi ekki hvað ég segði og vissi ekki hvað ég vildi…

En ég samþykkti að við værum bara fuck buddys… sem ég veit vel að er ekki sniðug hugmynd en mig langar bara svo ógeðslega að halda í hann ennþá :( en svo þegar hann fer á djammið á ég eftir að sitja heima hjá mér að velta fyrir mér hvort hann sé að fara heim með eitthverja stelpu… mér líður svo ömurlega…

Það er ekki það að hann sé ekki hrifinn af mér, heldur af hverju hélt hann áfram að hitta mig og svona? öllum fannst hann virka geðveikt “in love” þegar við erum saman, þannig að hann var geðveikt að gefa í skyn að hann væri hrifinn… af hverju hélt hann áfram að hitta mig? bara til að pína mig? :(

ég get ekki borðað án þess að verða flökurt og ég get ekki sofið og ég þori ekki á æfingu því að augun mín eru ógeðslega þrútin því ég er búin að grenja eins og fífl…

Þetta eru svo blendnar tilfynningar ég hata það…

Bætt við 24. september 2007 - 18:52
vá… þetta er geðveikt erfitt að lesa þetta óþarfa orð og stafsetningavillur.. ég var bara að skrifa beint út, ekki að einbeita mér… sorry fyrir stafsetningarvillurnar og stuff…
sex is an emotion in motion