Hefur einhver hérna verið í fjarsamandi og ef svo, hvernig gekk það?
Hversu oft hittust þið og hvað finnst ykkur vera lágmarkið í sambandið við það, einusinni í viku, mánuði eða sjaldnar?

Ég er sjálf í sambandi við strák sem ég kynntist í útlöndum þegar ég bjó þar og núna þurfum við að bíða í eitt eða eitt og hálft ár þangað til hann útskrifast og kemst hingað til landsins og við getum líklega ekki hist nema um jólin og sumur.
Þetta er alveg rosalega erfitt, mun erfiðara en ég gerði mér grein fyrir, því maður verður bæði að passa sig á því að hugsa ekki of mikið um manneskjuna og gleyma þannig hversdagslífinu hérna heima, né að “gleyma” manneskjunni of lengi til að geta verið hamingjusamur hérna. Það er auðvitað ekki hægt að gleyma henni og fyrstu mánuðina gekk það einfaldlega alls ekki, mér fannst það fráleitt að geta gleymt honum, en núna get ég það í smástund í einu, þó að ég tali við hann daglega.
Samt verð ég alveg rosalega fegin þegar þetta allt er búið og við getum farið aftur í venjulegt samband þar sem báðir aðillarnir eru á sama stað.

Vitiði um einhver dæmi um að svona hafi gengið upp?