Vinkona mín á vin sem henni finnst alveg óendanlega frábær. En gaurinn á kærustu, svo þau eru bara vinir. Hún er að deyja úr ást, hann hefur líka viðurkennt að hann sé hrifinn af henni.

En málið er að hann vill ekki hætta með kæsustunni sinni því hann vill ekki særa hana. En samt er hún alltaf að banna honum að fara út með vinum sínum og ásaka hann um að halda framhjá sem hann hefur aldrei gert. Svo er hún slefandi upp í alla í partíum, stelpur og stráka.

Ég segi vinkonu minni að stela bara gaurnum, segja honum að losa sig við drusluna. En hún vill ekki gera það, finnst það eitthvað tíkarlegt.

Er ég bara svona vond í mér eða er þetta að “meika sens” fyrir öðrum? =/
Ég skil ekki orð af því sem þú segir. Ekki orð!