Þetta er eitt af uppáhalds ástarljóðunum mínum. Þetta er svo fallegt! <3


Ég leitaði blárra blóma
að binda þér dálítinn sveig,
en fölleit kom nóttin og frostið kalt
á fegurstu blöðin hneig.

Og ég gat ei handsamað heldur
þá hljóma sem flögruðu um mig
því það voru allt saman orðlausir draumar
um ástina, vorið og þig.

En bráðum fer sumar að sunnan
og syngur þér öll þau ljóð,
sem ég hefði kosið að kveða þér einn
um kvöldin sólbjört og hljóð.

Það varpar á veg þinn rósum
og vakir við rúmið þitt,
og leggur hóglátt að hjarta þínu
hvítasta blómið sitt.

Ég veit ég öfunda vorið
sem vekur þig sérhvern dag,
sem syngur þér kvæði og kveður þig
með kossi hvert sólarlag.

Þó get ég ei annað en glaðst við
hvern geisla, er á veg þinn skín,
og óskað að söngur, ástir og rósir
sé alla tíð saga þín.

-Tómas Guðmundsson
nei