Vildi ekki setja þetta í “Vandamál” því ég myndi ekki beint kalla þetta það.

Málið er að kærastinn minn, sem er alveg yndislegur, verður svo enn betri stundum þegar hann er byrjaður að drekka aðeins (þó þá komi nú upp gallar á móti). Hann verður svo hreinskilinn og opin, og er alltaf að kyssa mig og knúsa, segja mér hvað hann elski mig mikið, finnist ég æðislega og bara allt. Og það er svo yndislegt.

En svo er málið, sem hefur í raun meira að gera með mig en hann.
Þegar hann er svo edrú þá er það svo mikil breyting. Hann fer aftur í tölvuna, hagar sér venjulega (sem er alls ekkert slæmt samt, er bara ekki alveg jafn elskandi og opinn nema örsjaldan).
Og við þessa breytingu þá finnst mér stundum eins og hann elski mig ekki eins mikið og hann gerði þegar hann var að drekka og veit ekki alveg hverju ég á að trúa.
Samt veit ég alveg að hann elskar mig, bara erfiðara að trúa því eftir þessa breytingu.

Æjj, vitiði, ég veit ekkert af hverju ég er að skrifa þetta. Ekki eins og ég geti fengið neina lausn á þessu, hvað þá hér ;).
Ég elska hann samt eins og hann er, eins og hann er dagsdaglega, og bara hvernig sem hann er. Sakna þess bara stundum að hann sé svona opnari þegar hann er edrú :/.
=)