Ég á kærasta og það seinasta sem ég hugsa um er að hætta með honum, hann er góður við mig,
huggar mig ef mér líður illa, segir að fólk sem hatar mig viti ekki af hverju þeir eru að missa!
Málið er, ég einhvernegin geri aldrei neitt svoleiðis fyrir hann, eins og ég geti ekki hælt honum, ekki neitt.
Svo er ég alltaf að leita af einhverjum öðrum og hef oft og mörgum sinnum kysst einhvern annan, þó það sé bara koss!
Hann er bara einhvernegin alltaf sá sem hressir mig við, lætur mér líða vel! Þessvegna vil ég ekki missa hann.
Hann býr frekar langt í burtu, og ef ég myndi hætta með honum myndum við örugglega hætta að hittast og eitthvað.
Ég veit ekkert hvað ég á að gera!
Á meðan ég skrifaði þetta tárfellti ég, hversu hrikaleg manneskja er ég !