Well, ég trúi ekki að ég sé að gera þetta. Here it goes.

Ég átti - sem mér fannst oftast - æðislegan kærasta, getið ekki ímyndað ykkur hversu ótrúlega ég var hrifin af honum.

Við vorum saman í tæplega hálft ár, og hann gaf sér frekar lítinn tíma fyrir mig. Takmarkið var farið að vera “Allavega einu sinni í viku!” og við búum á sama staðnum. Hann var bara latur, eða gera mikið. Annað hvort bara. Og ég reyndi að skilja.

Svo loksins þegar ég var orðin þreytt á þessu, bara að gefast upp og sagði honum að ef þetta færi ekki að breytast, að hann færi ekki að nenna að vera með mér - þá gætum við alveg eins hætt þessu, því þetta var bara að drepa mig.

Þá hætti hann með mér. Og ég er bara svo sár yfir því að hann hafði ekki það mikinn áhuga á mér, eftir hálft helvítis ár og gat ekki einu sinni reynt að breyta þessu! Og nú er ég ógeðslega sár og reið og ég get ekki verið ein og ekki gert neitt, þá brotna ég bara niður - þarf stöööðugt að vera að gera eitthvað. Og ég er orðin svo þreytt á þessu!

Stuttu eftir þetta “kynntist ég aftur” vini mínum, við höfum einhvernveginn alltaf verið þannig að þegar við kynnumst alltaf þá verðum við ótrúlega hrifin. Síðan gerist eitthvað, og það bara hættir - sem er ótrúlega asnalegt, því ég verð oft rosalega hrifin af þessum strák og þarf rosalega langann tíma til að jafna mig á honum.

Núna er ég bara algjörlega ein. Enginn kærasti, svolítið síðan það gerðist reyndar, og enginn annar. Ég er svo einmana að ég er að deyja!

Ég hata stráka. Ég hata að þeir skulu hafa einhver áhrif á mann.

OHH!