já hef verið að velta fyrir mér hvort ég ætti að skrifa smá hér í leit af svörum..

málið er.. að fyrir ca. ári síðan byrjaði ég að spjalla við strák á msn semsagt, hef alltaf vitað hver hann er og ákvað að adda honum. Erum geðveikt góðir vinir, ég treysti honum og hann mér.. og erum eiginlega bestu vinir. Málið er að ég er eiginlega hrifin af honum og ég veit ekkert hvað ég á að gera.. hann er ákkurat týpan mín, fýlar sömu tónlist og svona er ákkurat eins og hann á að vera. Er að pæla í að koma með bara nokkur atriði sem ég er að velta fyrir mér, er nefnilega að pæla hvort hann se eitthvað hrifinn af mér líka eða ekki. Ég vil ekki segja honum það ef hann er ekkert hrifinn af mér.. ok..

Hann var í partýi með gellu sem var í sama árgangi og ég eina helgina og upp kemur umræða um 10bekkinn, og hann segir að ég sé besta vinkona sín. Og að allir hafi verið ýkt shocked yfir því. af því að ég er ekki beint ‘inn’ í the hópnum þar. Strax eftir helgina þá biður hann mig um að hitta sig, loksins,.. því vorum aldrei almennilega búin að hittast.. bara svona ‘hæ!’ þegar við rákumst á hvort annað. (mér fannst það ýkt skemmtilegt að honum er alveg sama hvað öllum hinum fannst)

Hann spyr mig hvort ég sé búin að finna mér strák. (kannski venjuleg sp. hehe)

Svo er hann eiginlega að hitta aðra gellu, en vill ekki segja við mig að hann sé á föstu. þó það standi á einhverri síðu! eins og hann vilji ekki missa mig eða eitthvað? en allavega þá segir hann upp úr þurru ‘ef ég ætti að vera með stelpu þá myndi ég allavega vilja getað haldið uppi samræðum!’ og fór að segja að það væri alltaf geðveik þögn hjá þeim og svo sagði hann ‘jaaa það er bara gaman að ríða, alltaf gaman að ríða’ .. jeij ég eitthvað fór að skamma hann haha.

Svo um daginn þá sagði hann eitthvað í þessa áttina ‘þetta er allt í lagi ástin mín’ og ‘ég elska þig meira en lífið sjálft:D’ .. ? ég hef bara verið að pæla segir maður svona vinkonu sína, eða þú veist ætli það sé eitthvað meira bakvið þetta heldur en þið vitið þegar maður segir við foreldra sína það sama.. btw þá segir hann ekkert vanalega svona.

Í rauninni veit eg ekki alveg eftir hverju ég er að sækjast en mér þykir ýkt vænt um hann og meira en það. hugsa oft um hann og bíð eftir að hann komi á msn:) þegar ég sá hann svona á almenningstöðum áður en við hittumst almennilega þá svona shit! og vildi ekki að hann sæi mig og varð geðveikt í sjokki. haha.. ætla að enda á setningu úr lagi:

Every time I see you oh I try to hide away but when we meet it seems I can't let go..

já vil bara fá að vita hvað þið mynduð gera í svipaðri stöðu og ég er í, og fá smá álit.. vona að ég hafi lýst þessu nóg til að fá smá álit á þetta:)