Manstu?

Manstu…?
Er við sátum saman og horfðum á stjörnurnar.
Er við leiddumst,
þrátt fyrir hellidembu og frost.
Er við gengum um göturnar saman,
bara til að vera saman.
Er við hittumst hvenær sem við gátum,
vorum saman allan daginn,
og gerðum í rauninni ekki neitt,
vorum bara saman, og það var nóg.

Manstu hvernig þú varst?
Hve feiminn og óreyndur,
líkt og ég.
Hvernig þú leiddir mig,
kysstir mig,
hélst utan um mig,
…bara snertir mig,
hvenær sem færi gafst.

Manstu hvernig þetta var?
Hvernig við lokuðumst frá umhverfinu er við kysstumst.
Hvernig við gátum varla beðið eftir því að hittast.
Vakna snemma, sofna seint,
bara til þess að geta átt sem mestan tíma saman.
Liggja upp í rúmi,
halda utan um hvort annað,
finna hlýjuna og hvort annað.

Manstu hvernig þú lést mér líða?
Er þú kysstir mig,
hvernig ég missti jafnvægið,
er ég sveif á brott á skýi hamingjunnar.
Er við minnstu snertingu,
skaust heitur straumur gegnum líkamann.
Fiðringur í magann,
og hamingjuhrollur,
við hverja hugsun um þig og okkar ást.
Andvaka um nætur,
og sofnandi með bros á vör,
því þú varst hverja stund í huga mér.

Manstu hvernig það var?
Hvernig það var að upplifa?
Upplifa hina ungu og nýfæddu ást,
sjá hana blómstra.
Og sjáðu hvernig hún er núna,
hvernig hún hefur stækkað og breyst.
Sjáðu hvernig hún hefur styrkst,
orðið traustari, dýpri.

Þú elskar mig.
Ég elska þig,
sama hvað gerist,
af öllu hjarta, alla tíð,
og ég mun alltaf geyma okkar ljúfu minningar
á góðum stað í hjarta mínu.

***
…já, mér leiddist en ég kann ekki að skrifa svona sögu eins og intenz var að biðja um :/ :P þannig að ég ákvað að skrifa niður þetta ljóð sem kom allt í einu í hausinn á mér í gærkvöldi :)…

Hope you like it :)…það er nú ekkert ÞAÐ slæmt :P
=)