Ég hafði ekki hugmynd um hvar ég gæti sett þetta, svo ég prófa bara hér.

Okei, það er þannig að ég er ekki búin að hafa neina lyst fyrir mat síðasliðna viku/r. Ég veit ekki um að það gæti verið það að ég og kærastinn vorum að hætta saman fyrir 2 vikum eða svo.

Í hvert skipti sem ég er ógeðslega svöng og fer fram og ætla fá mér eitthvað að borða, þá bara missi ég matarlystina við það eina að finna lyktina af því, og ég þoli þetta ekki! Er búin að mjókka frekar mikið miðað við ekki það langan tíma og mamma mín hélt minsta kosti að ég væri að æla matnum upp eftir hverja máltíð, sem er ekki satt..

Og mér finnst ég ekkert vera feit eða neitt þannig, en ég vil geta borðað aftur og notið þess!

Er einhver annar hér sem hefur liðið svona áður?

Bætt við 26. maí 2007 - 19:37
Og já, mér verður bara óglatt í hvert skipti sem ég borða, og get eiginlega aldrei klárað matinn.