oksor

Ég veit ekki hvað er málið með mig en ég er manneskja sem fæ ekki auðveldlega áhuga á stelpum. En þegar það gerist þá næ ég yfirleitt áhuga þeirra og við tölumst á í svoldin tíma á msn, sms og hringjum og hittumst ef við erum nálægt en nánast undantekningarlaust bakka þær svo alltaf út þegar við erum orðin ansi náin en ekki saman.

Ég tek bara dæmi. Ég var búinn að vera að tala við stelpu, frábæra stelpu, í að vera 3 mánuði núna og við vorum bara eiginlega óformlega saman en svo segjir hún mér í gær að hún geti ekki verið í svona fjarlægðarsambandi og svo framvegis og ég var bara skilningsríkur og var ekkert að kippa mér upp við það þannig séð..
Það sem ég meina með þessu er að það getur aldrei neitt gengið bara upp hjá mér og ég fæ alltaf svona höfnunartilfinningu, mér langar að vita hvað ég er að gera rangt, ef ég er svona æðislegur, fallegur og frábær eins og þær segja oftast afhverju endar þetta þá alltaf svona.. ég er ekkert sár endilega, bara þreyttur á þessu og verð alltaf meira og meira óöruggur í að sýna áhuga á stelpu og gera eitthvað í því.
Fannst ég bara þurfa að koma þessu frá mér, er líklega bara steypa en vonandi skiljið þið hvað ég er að meina;)
Born to Raise Hell