Langar geðveikt að segja frá einu því rómantískasta sem ég hef gert…

Ég og kærastinn vorum að rúnta seint um kvöld um daginn og tókum þá eftir því að það var alveg stjörnubjart og brjálæðislega flott norðurljós út um allt.

Þá byrjaði hann að keyra og ég skildi ekkert hvert hann ætlaði og við enduðum inn í litlum dal sem er rétt fyrir utan bæinn minn. Keyrðum eftir eldgömlum vegi lengst inn í dalinn og þar stoppaði hann og bakkaði bílnum upp í brekkuna og slökkti ljósin á bílnum. Við fórum út og lögðumst á húddið, lágum þar heillengi, myrkur allstaðar, ekkert ljós alveg þögn. Bara ég, hann, norðurljósin og stjörnurnar… Þetta var æðislegt. Ég elska hann meira en allt
Little darlin, it's been a long cold loneley winter…