Ég hætti með mínum fyrrverandi fyrir 5-6 mánuðum.
Við vorum ekki búin að vera mjög lengi saman, nokkra mánuði en það var samt mitt lengsta samband og í fyrsta skiptið var ég virkilega ástfangin og elskaði þennan dreng útaf lífinu.
Við hættum saman útaf ástæðum sem eru svo löng saga að ég nenni ekki að skrifa það hérna, enda skiptir það ekki máli… hann var fljótari en ég að komast yfir þetta og var kominn með nýja gellu mánuði seinna og það er eitt af því sem særir mig mest :(

ég elska hann ennþá en samt langar mig ekki beint að vera með honum ennþá, æj ég veit ekki einusinni alveg hvað ég vil.
Ég er samt orðin þreytt á að vera ALLAF, stanslaust og ENDALAUST að hugsa um hann, allt minnir mig á hann og ég get ekki náð honum útúr hausnum á mér :(
er búin að blocka hann og delita á msn en adda honm alltaf aftur :S
við hittumst samt aldrei þar sem við búum frekar langt frá hvort öðru en tölum reglulega saman og þá brjotast tilfinningar fram og við tölum um hvða sambandið okkar var gott og hvað við söknum hvortsannars og blabla..

ég er alveg búin að vera deita aðeins síðan, ekkert alvarlega enda finn ég að ég er enganveginn komin yfir þennan strák og ber alla aðra við hann :(
er orðin þreytt á þessu og þrái að komast yfir hann!

einhver ráð? :/