Mér líður ekkert smá illa :'(

þetta gerðist í skíðaferðalagi sem ég var í og það var bara allt í lagi fyrstu 2 dagana..s.s sunnud. og mánud.

en svo á þriðjudegi..ahh mér líður bara illa að þurfa að skrifa þetta..

svo á þriðjudegi gerðist svolítið sem ég á aldrei eftir að skilja..hún gjörsamlega hætti bara að tala við mig..leit ekki einu sinni til mín

og þegar ég reyndi að tala við hana þá fór hún bara í burtu..í stólalyftuna þar sem hún fékk að vera í friði burt frá mér!!

Og það verra er að hún hefur BARA skemmt sér með mínum 2 bestum vinum, sem gerir þetta enþá verra

hún vildi ekkert segja þessa dagana, því hún vildi taka séns á þessa tvo daga áður en hún hætti með mér..

ég vissi náttúrulega ekkert að því og reyndi alltaf að tala við hana sem gekk aldrei..



við þetta lagðist ég í svaka þunglyndi, vildi ekki líta upp..snúði baki í hana alla leið heim því ég vissi að sambandið væri farið til fjandanns og ég ætlaði bara að hætta með henni daginn eftir þar sem ég fékk að vera í friði með henni heldur en í rútunni..
og þegar ég var kominn hefur mér ALDREI liðið jafn illa..ég bara grénaði af sorg..í þau fáu skipti sem ég nokkurn tíman græt

en nei!
akkurat þá sendi hún mér sms um að hún ætlar að hætta með mér

ég vil ekki segja hvernig skilaboðin voru en ég var bara öskureiður!!

eyddi öllu úr tölvunni sem minnti mig um hana..og allt sem var inní herberginu mínu!!

sendi til baka um hvað ég var reiður útí hana og ég ætlaði bara ekkert að tala við hana meir!!
hún bauðst til þess að vera vinir en ég harðneitaði því!
..og hún var náttúrulega í shjokki..

næsta dag, daginn sem ég ætlaði að slíta sambandið, þegar við fórum í skólann va bara disaster!!

við litum ekki á hvort annað og mér fannst mjög erfitt að ganga í kringum hana..og þar sem þetta er nú bara 40 manna skóli..unglingadeildin þ.e.a.s.

svona leið þetta allann daginn þangað til ég tók mig bara á og gekk upp stigann..til að tala við hana..
og þarna lá hún..í sófanum með lokuð augun..ég labbaði til hennar og beið þangað til að hún opnaðir augun..sem var nú ekki lengi..hún var ekkert sofandi sko..

og ég talaði við hana..sagðist að ég hafði kannski gengið of langt þarna um kvöldið og ég samþykkti að við ættum bara að vera vinir..

og Þarna var ég mjög feginn að hafa talað við hana..en samt ekki því ég veit að þessi vinátta mun ekkert ganga þannig..

sambandið milli okkar mun aldrei vera hin sami og þegar við kyntumst fyrst..



Núna líður mér hræðilega!!
tárin leka út úr augun á mér meðan ég hlusta á Mad World - Gary Jules því ég get ekki hætt að hugsa um hana..hugsa um alla góða tíma sem við höfum eytt saman gegnum þessa mánuði

ég hef reynt að tala við vini mína, ..móður mína, ..og jafn vel kennarann

ekkert gengur..þarna fattaði ég að EKKERT gæti læknað svona ástarsorg

mér líður hræðilega..