ókey, ég veit ekkert hvað ég á að gera.
Ég og mín fyrrverandi hættum saman fyrir um það bil 3 mánuðum. Hún gerði allt sem hún gat til þess að halda vináttu hjá okkur, og ég svo sem samþykkti það, en svo seinna þá sleit ég henni í bili og er nýbyrjaður að svona tala við hana og umgangast hana aftur.
Ástæða þess að hún hætti með mér var að hún var ekki til í samband (erum í 9. bekk, ekki í sama skóla) en að hún væri ennþá hrifin af mér, bara ekki til í samband.
Svo um daginn þá vorum við á svona hálfgerðri félagsmiðstöð og ég spurði hvort ég mætti skoða símann hennar, sem ég mátti. Þar fann ég vistað í símanum texta sem hún hafði skrifað sjálf og geymt. Þar stóð hvað henni langaði alltaf að kyssa mig og knúsa mig og fullt í þeim dúr án afleiðinga þegar hún sér mig nema hún vildi ekki að ég yrði alveg áttavilltur ef svo má segja.
Ég varð auðvitað áttavilltur þegar ég las þetta og svo spurði ég hana daginn eftir á msn hvað þetta var og hvort henni liði svona núna og þannig.
Hún sagði að hún hafi verið að láta sig dreyma, og já, þetta var það sem hún vildi núna. Ég sagði að ég hafi líka verið að láta mig dreyma um svona hluti (enda er ég ennþá mjög hrifinn af henni) og svona. Hún sagði svo að hún vill ekki vera að senda röng skilaboð, enda ekki ennþá tilbúin í samband (við höfðum samt verið að dúlla okkur í svona 2 ár áður en við byrjuðum saman).
Ég spurði hana svo hvort það breytist eitthvað hjá okkur eða að það mundi gerast eitthvað fyrst henni líður svona og mér auðvitað líka, og hún sagði að við ættum bara að sjá til..

Svo núna veit ég ekkert hvað ég á að gera, ég vil hana aftur meira en allt, ég þarf ekkert samband fyrst hún er ekki til, dúllið hafði gengið fínt hjá okkur.
Ókey vá orðið langt, en vonandi fæ ég góð svör og hugmyndir því ég veit ekki neitt hvað ég á að gera í þessari stöðu..