Ég hef alltaf átt mjög erfitt með að skilja tilfinningar mínar, oft verið mikið rugl í gangi, hef farið í gegnum sálfræðimeðferðir til að leysa úr því og læra að skilja tilfinningar mínar en ég var bara ekki tilbúin til að taka þeim á þeim tíma, en núna er ég farin að hálf óttast að ég sé að verða ástfangin í fyrsta sinn :O

Málið er að um daginn hitti ég gaur sem ég átti óendanlega margt sameiginlegt í skoðunum með. Vinkona mín skildi mig svo eftir eina með honum! Það var scary en það var samt spes. Hann var samt svo ólíkur mér í actinu, áhveðinn og viss um hvað hann vill, meðan ég veit barasta ekki neitt =/ En þar sem hann er svo áhveðinn nær hann framhjá óörygginu í mér. En málið er að ég er of óviss um hlutina, ég skil ekki tilfinningar mínar, ég veit ekki hvort ég er yfir höfuð tilbúin í eitthvað eða hvort ég get yfir höfuð treyst einum né neinum…

Ég veit ekki tilganginn í að skrifa þetta, efast um að það gefi mér nokkur svör en það róar mig kannski eitthvað.. Ég er bara svolítið á báðum áttum langar að treysta gaurnum en veit ekki hvort ég þori því =/
Veistu hver ég er? Pff, stalker.. PM me?