Þannig er mál með vexti að ég á vinkonu eins og svo margir aðrir. En eftir að ég og konan vorum í kbh um helgina að hitta hana er vinkonan búin að skrifa ansi.. hmm.. djúp sms til kærustunnar minnar og reynt við hana, en hefur alls ekkert talað við mig.
Hvernig á maður að taka því?

Það er erfitt að segja við vinkonu sína: “hey keep away from my girlfriend” og ætlast til að vinasambandið sé í lagi eftir það.
Og kærastan mín hefur auðvitað ekki hugmynd um hvað hún á að gera, hefur bara ignorað þetta því þetta er að sjálfsögðu óþægileg aðstaða..

Hvað getur maður gert í svona rugli??

Bætt við 14. mars 2007 - 10:10
Jæja:)
Samtal á rólegum nótum var málið!
Það er kominn botn í málið og allt leystist mjög vel! Takk fyrir svörin:)