málið er þannig ég er búin að vera tala við stelpu í kringum 2-3 mánuði og svona aðeins verið að dúlla okkur saman hittast niðrí bæ og sms-ast og svona, síðan frétti ég fyrir helgina að hún ætti kærasta en ætlaði að hætta með honum daginn eftir, kom ágætis sjokk yfir mig þar sem ég hafði ekki hugmynd og hefði aldrei verið að dúlla mér með henni ef ég hefði vitað af þessu, hún er mjööög flott og skemmtileg og er orðinn alveg vel hrifinn af henni en á ég að geta treyst henni ef við myndum byrja saman? vitandi að hún gæti gert svona, höfum ekkert sofið saman eða neitt þannig alvarlegt bara léttir kossar og haldast í hendur og svona eitthvað voða saklaust enn…? málið er bara finnst lélegt að hún segir mér þetta kvöldið áður en hún hættir með honum, síðan sagðist ég þurfa fara þegar hún sagði mér þetta og fór í fílu útaf ég fór…. veit að ég myndi ekki vilja að það yrði haldið fram hjá mér og myndi aldrei vera þátttakandi í slíku….