ókey, ég skil eiginlega ekki neitt í sjálfum mér, ég og mín fyrrverandi hættum saman rétt fyrir jól (ég skrifaði um það hérna http://www.hugi.is/romantik/threads.php?page=view&contentId=4375120)
Þetta var rétt fyrir jól og núna er kominn mars og mér finnst að mér líði ekkert betur en þegar þetta var nýbúið að gerast. Ég veit ekki hvort það sé “eðlilegt” eftir þennan tíma að líða enn svona illa (þó það komi fínir dagar inná milli þá eru þeir alls ekki nógu margir). Ég hef að mestu reynt að komast í gegnum þetta sjálfur, með smá hjálp frá vinkonu minni en annars þá hef ég bara byrgt þetta inni í mér hvort sem mér líkar það eða ekki. Ég hef ekki grátið nema bara rétt mjög lítið þegar þetta gerðist og daginn eftir en annars ekki neitt. Mér finnst ég oft svo tómur en þó hefur þetta aðeins lagast eftir að ég gerði pásu á að reyna að vera vinur hennar (Samt fer hún alltaf að tala við mig á msn þó að ég hafi slitið öllu vinadæmi fyrir nokkru).
En já, mér þætti vænt um það ef einhver gætu gefið mér ráð hvernig ég eigi að jafna mig alveg á þessu þó það sé svona langt síðan. Það er td mjög erfitt að sjá hana þegar ég neyðist til að sjá hana og þannig. En já, aðal tilgangurinn með þessum skrifum var að fá ráð um hvernig ég eigi að jafna mig alveg eftir þetta en ekki vera dapur að innan þó það sjáist ekki að utan að ég sé það..
Því væri rosalega gott ef þið gætuð hjálpað mér og plís engin skítköst.
Btw þá er ég bara í 9. bekk svo ráð eins og “farðá rúntinn og pikkaðupp gellur” virkar ekki strax fyrir mig..

Bætt við 2. mars 2007 - 23:27
linkurinn í byrjun virkaði ekki en hér er hann aftur http://www.hugi.is/romantik/threads.php?page=view&contentId=4375120