Þannig er nú mál með vexti að ég kynntist stelpu, á internetinu. Ég tala alveg svakalega mikið við hana og er búinn að tala við hana heillengi núna og um allt saman og við eigum alveg fáranlega vel saman, og hún sagði mér síðan að hún væri hrifin af mér. Sem er bara frábært því ég var líka orðinn frekar hrifinn af henni þó hún búi frekar langt frá og við höfum aldrei hist en ég mun hitta hana bráðum.

En það er nú einn hængur á (annars væri ég nú varla hér) Málið er að ég var í einu sambandi þar sem mér var sagt upp og það fór virkilega illa með mig… en ég gerði þau mistök að fara í annað samband frekar fljótlega eftir að hinu lauk. Það samband var hræðilegt… stelpan playaði mig fram og til baka og lék sér að mér, lét mig eltast við sig og það snerist allt um einhverja sick mindgames… svo sagði hún að hún vildi ekki vera með mér af því hún vildi bara vera ein og ekki vera með neinum strák. Og byrjaði svo með strák sem er með mér á vist tólf dögum eftir að hún hætti með mér… en ég er nú ekki að kvarta yfir því heldur bara hvað þetta gerði mér…

Núna á ég svo svakalega erfitt með að treysta stelpum eða trúa því að þær séu í alvöru hrifnar af mér… ég veit ekki hvernig ég á að losna við þetta, alltaf þegar ég er að tala við hana og hún fer eitthvað bara út með einhverjum vinum eða á rúntinn með einhverjum strákafélugum þá fæ ég alltaf einhverja svona slæma tilfinningu og ég veit alveg að þetta meikar ekkert sense og ég hef ekkert að hræðast… og ég er búinn að passa mig að verða ekki of hrifinn af henni því ég vill ekki flýta mér í neitt strax en samt á ég svo erfitt með að stjórna tilfinningum mínum.
Vitið eitthvað hvað ég get gert til að fá sjálfstraustið ? ég meina ég veit að hún er hrifin af mér, en ég er alltaf hræddur um að hún sé hrifin af einhverjum öðrum gaur, hún hefur svosem alveg fullann rétt á því þar sem við erum ekkert saman eða neitt…

ég var búinn að lofa sjálfum mér því að verða ekki hrifinn af stelpu aftur en svo kemur hún bara og er alveg gjörsamlega fullkomin og segist vera hrifin af mér…