ég var búin að vera með kærastanum mínum í u.þ.b. eitt og hálft ár nema hvað að seinasta hálfa árið þá er hann búin að búa úti, rétt fyrir jól þá var ég eitthvað farin að hugsa með mér hvort að þetta væri að ganga eitthvað svona í alvörunni, en svo hittumst við um jólin úti á flórída og þá fann ég alveg til hvers ég væri að bíða svona eftir honum því að ég elska hann.

og svo núna þá er ég búin að kaupa mér flugmiða til að fara til hans nema hvað að núna 2 vikum seinna tala ég við hann og hann vill að við hættum saman og ég náttúrulega búin að kaupa mér miða til að koma til hans en hann segist ætla að borga mér hann til baka, en málið er að hann er sko búin að finna sér aðra stelpu þarna úti og eitthvað en ég veit samt ekkert hvað hann vill.

ég er búin að vera eitthvað að ræða við hann svona síðustu daga og hann segir að honum þyki alveg ótrúlega vænt um mig og honum líði svo illa yfir því að særa mig og bla bla bla og að hann vilji ekki missa mig en svo segir hann að hann sé samt geggjað hrifinn af þessari stelpu og ég skil hann ekki hann segist samt ekki vilja vera með mér og ég er komin yfir það að vilja vera með honum þegar hann er svona fljótur að henda öllu frá sér því að hann verður hrifinn af annari en hann vill ekki missa mig

ég skil þetta ekki, og ég held að hann eigi við að hann vilji ekki missa mig til þess að geta haft einhvern þegar hann kemur aftur heim en ég vil ekki vera einhverskonar varaskeifa fyrir hann.

en svo er málið eimmmitt þannig að ég eiginlega vill ekki heldur missa hann því að allan þennan tíma þá höfum við verið svo ótrúlega góðir vinir og hann þekkir mig betur en nokkur annar sem ég veit um og ég þarf að hafa einhvern til þess að tala við en ég vil ekki verða varaskeifa fyrir hann þegar honum langar en ég vil heldur ekki missa vin minn.

hvað á ég að gera?

p.s. ég veit að þetta er kanski svolítið óskiljanlegt en bara spurjiði ef þið skiljið ekki hvað ég á við.