Já, núna hef ég lent í þvi 4 sinnum að stelpur verða hrifnar af mér og svo fara þeir til annars stráks

1: Þá var stelpa í næsta bæ rosalega hrifin af mér og var búin að segja mér það oft og segjast elska mig meira segja. Og við hittustu og vorum að dúlla okkur. Og neinei næsta dag var hún byrjuð með öðrum strák.?? Það skil ég ekki og ég var mjög hissa og sár.

2:Þá var það stelpa í næsta bæ líka bara öðrum bæ. Og hún sendi mér ástarbréf og allt og við vorum svona í áttina að verða par. Og svo 1-2 vikum seinna var hún byrjuð með öðrum strák???

3: Já líka stelpa úr öðrum bæ, og í þetta skipti var hún búin að segja mér það að hún væri rosalega hrifin af mér, en ég var ekkert hrifinn af henni fyrst. Og við spjölluðum mjög mikið saman á MSN og svona. Og svo allt í einu var hún kominn með strák.

4. Þá í þetta skipti var það stelpa í Hafnafirði(ég á heima á austurlandi.) Og já eins og þið sjáið þá er ég ekkert mikið fyrir stelpurnar í bænum mínum. En allavega við höfum þekkst í rúmt ár og ég var roosalega hrifinn af henni og ég var líka búinn að frétta frá henni að hún bæri tilfinningar til mín. Og svo þegar ég ætla að spurja hana hvort hún vilji þið vitið hvað, neinei þá var hún að fara í bíó með kærastanum sínum.


Þá, ég vildi bara koma þessu frá mér. Ég skil bara sumar stelpur. Búnar að láta mann vita og svona, og næst þegar maður talar við þær eru þær komnar með annan strák :S

Bætt við 10. febrúar 2007 - 17:57
Bara laga stafsetninga villur

Í neðstu setningunni átti þetta að vera. “Ég skil bara EKKI sumar stelpur”