Áttavillt Ég er hætt að opna mig fyrir þér
því það breytir engu hvort sem er
það besta er að sofa
því þá er ég ekki að hugsa um þig.
Ég er hrædd við að vera reið út í þig,
fúl út í þig eða segja mínar skoðanir
því ég er hrædd um að missa þig.
Ég veit ekki af hverju, það er bara eitthvað
við þig sem lætur mig halda áfram að reyna,
þó að sambandið sé ekki að gera neitt gott fyrir mig.
Ég þrái okkur eins og við vorum.
Ástfangin og forvitin, gerðum allt saman
og töluðum um allt á milli himins og jarðar.
Ég sakna þessara tilfinningunu, að vita að ég er elskuð, þar sem hún er ekki til staðar lengur.
Mig líður alltaf illa, alltaf óörugg og óhamingjusöm, ég veit reyndar ekki af hverju .
Af hverju breyttistu svona allt í einu ?
Hvað gerðist ? Gerði ég eitthvað rangt ?
Ég vil fá svör og vil fá þau núna ! Allt til þess að láta þessar ömurlegu tilfinningar hætta.
Kanski er ég bara ástfangin á ástinni !
Eða hvað veit ég ? Ég er áttavilt.
Ég veit ekkert hvað ég á að gera, veit ekkert hvað ég vil og veit ekkert hvernig mér líður.