Þetta er ekki beint vandamál, þetta er bara eitthvað sem er í hausinum á mér og ég er að losa um það.

Fyrir ekkert svo stuttu byrjaði ég með strák, sem ég var bara yfir mig hrifin af og við eigum okkur svolitla sögu. Veit að fyrst þegar við erum bara að kynnast og svona verður þetta lítið annað en spjall, hlægja, kossaflens o.s.fv.. Ég reyndar er ótrúlega feimin og á mjög erfitt að sýna honum það að ég er virkilega hrifin, eða mig langi þetta. Ég á bara erfitt að opna mig fyrir fólki sem ég þekki ekki últra vel, hef alltaf verið svoleiðis. Hann á hinsvegar ekkert mál að opna sig fyrir mér og svo framvegis.

Og nú kemur það, ég er bara svo skíthrædd um það ef ég held áfram bara að segja já og amen við öllu sem kemur frá honum að hann verði bara leiður og hætti með mér. Vinkonur mínar meira að segja bíða eftir því að hann hætti með mér, og ég bara vil það virkilega ekki. Langar að halda einu sambandi lengur en tvær veikur, eða tvo mánuði.

Ég veit að þetta er bara eitthvað sem er í hausinum á mér, einhverjar óþarfa áhyggjur. Ég bara bíð eftir því að hann hendi mér á dyr, og ég bara við það ekki. Annað hvort áður en hann kynnist mér almennilega, eða þegar hann er búinn að kynnast mér almennilega..

Það er erfitt að vera svona ungur og vitlaus. :)