Ég vill bara láta vita að ég sleit þessu með kærustu minni.

Ég veit ekki alveg af hverju..

Mér finnst sambandið hafa orðið svo skrítið.

Við vorum búin að vera saman í 5 mánuði. Á 5 mánaðardaginn hætti hún með mér út af því að ég vildi strákakvöld og var svolítið fúll því hún var hangandi heima hjá mér (Eins og alltaf) og vildi fá hana út meðan ég og félagar mínir fengum að vera einir.

Ég var ekkert það sár, vissi að þetta var bara ekkert varanlegt slit, en hún fór út með vinkonu sinni og ég byrjaði að spá hvort að hún væri ekki að slíta þessu til að fá frelsi á djamminu?

Ég fór í partí með vinum mínum og féll þar í dópneyslu, ég sem hafði verið clean í 4 mánuði af öllu. Ég held að það hafi verið út af reiði við tilhugsunina um að hún væri með einhverjum öðrum gæjum á þessari stundu.

Ég hitti hana síðan um morguninn (Ekkert sofinn skiljanlega) og sagði henni frá öllu. Hún sagði að það væri allt í lagi og að ég þyrfti bara að láta þetta vera og hún hefði bara verið heima hjá vinkonu sinni þaða helgi.

Mér brá yfir því að það væri ÉG að gera mistökin í þetta skipti því að það hefur alltaf verið hún að gera mistök og ég að fyrirgefa.

Allaveganna þá elskaði ég hana og leið vel.

Svo sögðu félagar mínir mér frá því nokkrum dögum að hún hefði grát beðið þá um að láta sig fá hass, því hún vildi reykja.

Mér brá auðvitað við þessa frétt og varð sár að skula ekki getað treyst henni þarsem að hún átti ekkert að fikta við þetta, og hún hafði gert það bak við mig 4 sinnum áður.

En í gær sleit ég þessu og héllt áfram að reykja hass, en snerti ekki hörðu efnin.

Ég sagði við hana að ég meikaði ekki samband, að það væri ekki gaman lengur og mig langaði í frelsi.

Hún tók því óvenju léttilega og ég hef ekkert heyrt í henni síðan nema þegar hún kom í dag og náði í dótið sitt, hún varð ekki einu sinni sár, var bara létt í lund eins og hún væri frjáls. Það hefur aldrei verið þannig áður.

Ég efa það að hún eigi eftir að biðja mig um að taka sig aftur eins og alltaf og ég vill þetta heldur ekki lengur.

Eru sambönd þannig að maður er ALLTAF að passa að kærastan manns geti ekki haldið framhjá manni? Að hún geti ekki farið eitthvert og gert eitthvað sem manni mislíkar? Eins og lítill krakki.
Þannig hefur ALLT mitt samband verið og ég er orðinn nett þreyttur á því.

Svo spái ég því að hún byrji með góðum félaga mínum bráðum, því þau hafa hangið saman næstum jafn mikið og við tvö allt sambandið, hann að skutla henni hingað og þangað, þau tvö horfandi á kvikmynd allann daginn.. Ég meina come on?

Held hún hafi tekið þessu svona létt því hann var að flytja aftur hingað, hann flutti í 3 mánuði annað.

Allaveganna þá eru þetta pælingarnar og fact'in. Commentið endilega.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.