Sæl veriði.
Nú er það þannig að ég hef verið að dúlla mér með þessari stelpu næstum því í 2 mánuði, erum svona alveg við það að byrja saman mundi ég segja. Mér þykir alveg ótrúlega vænt um hana og sakna hennar alltaf óendanlega mikið þegar við erum ekki saman (sem er frekar mikið, hún frekar upptekin manneskja).
Allavega, þá koma oft stundir þar sem mér langar til þess að segja eitthvða fallegt við hana, láta hana vita hvað mér þykir vænt um hana, mjög svipuðu aðstaða og þegar langtímapör mundu segja: “ég elska þig.”
Nú var ég að spá, eru fleiri sem hafa spáð í þessu? komust þið að einhverri niðurstöðu?