Hvenær sagði kærastinn/kærastan þín fyrst “Ég elska þig,” við þig? (núverandi eða fyrrverandi)
Hvað voruði búin að vera lengi saman og hvernig tókstu því?
Hvort ykkar var á undan að segja þessi orð?


Ég man þegar kærastinn sagðist elska mig í fyrsta skipti. Við vorum heima hjá mér og hann var á leiðinni heim til sín og við stóðum við útidyrahurðina að spjalla. Svo kom um það bil tveggja sekúndna þögn.. og svo sagði hann “Ég elska þig.”

Mér brá ekkert smá því ég bjóst einhvernveginn ekki við þessu nærri því strax þótt við værum búin að vera saman í örugglega alveg 10 mánuði.

Töluðum svo um þetta atvik næsta dag og hann sagði að hann hafði lengi langað að segja þetta við mig en hann hafði aldrei þorað því, og að hann hefði einhvernveginn bara misst þetta út úr sér þarna.
Og svo gerði hann grín að svipnum sem kom á mig, samkvæmt honum leit ég út eins og hann hefði tekið upp handsprengju :D En svona er ég víst bara á svipinn þegar mér bregður:)