Síðustu 2 árin hef ég verið alveg yfir mig hrifin af einum strák í bekknum mínum. Mér finnst hann vera bara alveg fullkominn, hvernig hann talar, hvernig hann klæðir sig og bara allt sem hann gerir. Ég held meira að segja að ég sé að verða ástfangin því ég verð alltaf rosalega niðurdregin í hvert skipti sem ég heyri slúður um að hann sé að draga sig saman við einhverja stelpu eða jafnvel bara þegar hann knúsar einhverja aðra stelpu. Ég hef alltaf verið alltof feimin til þess að gera eitthvað í þessu og reyna að kynnast honum því ég er svo hrædd um að það verði ekkert úr því og að hann sé ekkert hrifinn af mér og ég bara veit ekki hvað ég á þá að gera. Samt verð ég að gera eitthvað því ég er að bilast. Ég get ekki hætt að hugsa um hann, ég verð leið ef hann mætir ekki í skólann og ég er bara með þráhyggju fyrir drengnum. Öllum vinkonum mínum finnst hann vera algjört fífl og ljótur í þokkkabót og hafa ekki verið hræddar við að segja mér það alveg síðan ég varð fyrst hrifin af honum en samt finnst mér hann alltaf jafn fallegur og yndislegur. Gaurinn er frekar vinsæll og á helling af vinum og er því miður ekki í sama vinahóp og ég. En stelpa sem ég þekki sem er á föstu er samt alltaf að reyna við hann og mér finnst það alveg óþolandi, sérstaklega þar sem hún gerir það við alla í skólanum örugglega og er þessvegna ekkert svo hrifin af honum. Það sem mér finnst samt verst er að núna hefur hann, sem ég er hrifin af, greiðan aðgang að öllum þeim stelpun sem hann vill því hann er orðinn algjör hnakki og fallegasti gaur í heimi. En hann hefur ekkert alltaf verið það og þá var ég samt hrifin af honum. En þá er komið að því góða :D Ég held nefninlega að það sé möguleiki á að hann sé hrifinn af mér líka. Það hefur gerst nokkrum sinnnum, aðeins of oft til að vera tilviljun, að þegar ég kanski lít upp í tímum í skólanum þá er hann að horfa á mig, hann hefur alltaf verið feiminn við mig og feiminn við að segja eitthvað við mig. Og í fyrra þá sátum við hlið í skólanum og þá var hann samt oft að spyrja mig að einhverjum fáránlegum og tilgangslausum spurningum. Og svo var hann líka alltaf með fæturnar sínar á stólnum mínum. En ég óska þess ekkert meira heldur að það sé satt sem ég held, að hann sé hrifinn af mér líka, og að við myndum helst enda saman og vera saman lengi því að ég bara veit að hann er yndislegur strákur og mig langar virkilega it lþess að eyða tímanum mínum með honum. Endilega gefið mér einhver ráð eða hvað sem er því að ég bara veit ekki hvað ég á að gera og þetta truflar mig virkilega mikið bara við að lræa undir próf, ég get ekki einbeitt mér að neinu öðru en einhverjum mastermind plönum sem snúast um að hann muni á endanum elska mig og eitthvað bla.. en allar ráðleggingar vel þegnar :D
just sayin'