Mín spurning er: Trúir þú á örlög? Semsagt að eitthvað sé bara ætlað að gerast? Ég verð að segja að ég trúi nett á það.

*Ef þú nennir ekki að lesa þetta svaraðu samt endilega hvort þú trúir á örlög:)*

Ástæðan er að í sumar fór ég til útlanda og þegar rútan kom að ná í okkur uppá hótel þegar halda átti heim eftir góða ferð steig ég eins og allir inn í rútuna sem hafði flakkað á milli hótela og sótt Íslendinga sem voru einnig á leiðinni heim. Þegar ég kem inn sé ég þessa gullfallegu stúlku sitjandi frekar innarlega í rútunni. Þar sem ég gegn inn fyrstur af ferðafélögum mínum ræð ég nokkurn veginn hvar er sest. Þá kem ég auga á sæti fyrir aftan hana.

Við erum að tala um að þetta er ein fallegasta stelpa sem ég hef litið augu á, í persónu og ljósmynd. Þegar komið er upp á flugvöll er þessi rosalega röð til að tékka sig inn. Stelpan er í röðinni við hliðiná minni og gat ég varla haft augun af henni, gæti vel verið að hún hafi tekið eftir því, veit ekki.

Þegar búið er að tékka inn farangurinn er haldið í gegnum flugsstöðina og beðið við hliðið. Þar hélt ég áfram að dást að fegurð hennar. Svo er byrjað að hleypa inn í flugvélina og er hún mikið framar í röðinni en ég enda var ég ekkert að flýta mér að komast inn í járnfálkann sem átti að flytja okkur heim.

Þegar komið er inn í vélina eru allir að ganga frá handfarangri í “over head compartments” og ég labba áfram í leit að sætinu mínu. Loks finn ég það og sé mér til mikillar gleði að ég sætið mitt er aðeins ská á móti mér hinum megin við ganginn (vorum bæði í sæti við ganginn).

Eftir um það bil klukkutíma flug gerist það að bróðir stelpunnar fer að láta eins og apaköttur(á skemmtilegann hátt samn, ég skemmti mér konunglega yfir “látunum” í honum. Svo endaði hann með því að vera að “stela” vatninu mínu sem ég var með í flösku á borðinu fyrir framan mig og hló ég nú bara að því þar sem þetta var gert í gríni hjá honum.

Þá byrja samræðum milli mín og stelpunnar og það má þakka litla ólátabelgnum sem hún kallar bróður sinn (hann er svona 6-8 ára), þar sem ég er ekki sé besti í að starta samræðum við ókunnugan kvenmann nema það sé eitthvað sem virkilega er hægt að tala um (eða í glasi).

Við connectum alveg frábærlega og tölum saman svo tímunum skiptir. Svo lendir flugvélin og þetta er í fyrsta sinn sem ég hef verið vonsvikin með að flugferð hafi endað, þar sem ég hefði getað eytt endalausum tíma að tala við hana.

Svo í fríhöfninni er ég að kaupa mér hitt og þetta og er svo að fara þannig ég labba að henni og segji að ég sé að fara og hvort hún vilji gefa mér númerið sitt og hún gerir það.

Svo seinna kemst ég að því að hún á kærasta til eins árs ca. og er nú að sjálfsögðu ekki mjög ánægður með það en hvað getur maður gert…

Stuttan tíma eftir það (1-2 mán) erum við í ágætis sambandi, spjöllum nokkrum saman í sms-um,síma og msn, en þó aðeins einu sinni að hennar frumkvæði. Svo eftir það þá fer hún að hætta að svara sms-um og ég hef aðeins einu sinni hringt í hana síðan og það var á föstudagskvöldi og þá var hún í bíó og ég sagði okey og skellti á og sendi svo sms og sagðist bara viljað heyra í henni. Fékk ekkert til baka.

Þannig er staðan núna að mér finnst hún ennþá vera frábær mannseskja, gullfalleg og ég er ber ennþá tilfinningar til hennar, en hún virðist vera að hundsa mig (lítur út fyrir það en gæti verið bara ða hún á ekki inneign or sum), en málið er að það gerðist ekkert sem gæti orsakað þetta “grudge” hjá henni, nú nema það að kærastinn hafi séð að við vorum að spjalla og varð ekki sáttur og vildi ekki að hún talaði við mig or sum.

Ég allavega hef borið sterkar tilfinningar til hennar síðan ég hitti hana fyrst og finnst mjög leiðinlegt að það líti út fyrir það að hún vilji ekki einu sinni vera vinir.

Ég veit að þetta er klikkaðslega langur korkur og ég býst nú varla við að einhver nenni að lesa þetta, langaði bara að taka það fram að ég held að við myndum passa vel saman og ég tel það hafa verið einhvers konar örlög að stúlkan sem ég fylgdist með úr fjarlægt í nokkurn tíma og dáðist skildi lenda í sæti næstum við hliðiná henni (nógu nálægt tilað geta talað saman nokkuð í friði). Það má eiginlega segja að þessu stúlka passi alveg þéttingsfast inní það sem ég hugsa mér sem draumadísin mín.

Það er eflaust einhver sem heldur að ég sé einhver skitzó sem slapp af Sogni og kannski er ég það hehe, en kannski hef ég bara of mikla trú á almættinu :D ;)

Langaði bara að koma þessu frá mér, er búinn að byrgja þetta inni í svolítinn tíma…