Ég er að spá hvaða skoðun fólk hefur á sambúð. Ég og kærastinn minn vorum að tala um það áðann um að ég flytji kannski inn til hans þegar að hann fær sér íbúð, en hann vill helst gera það á þessu ári. Hvort sem það gerist eftir 3 mánuði eða 12 veit ég ekkert, hann ætlar allavega ekki að stökkva bara á næstu sem hann sér.

Aðal málið er það að við erum búin að vera saman í 6 mánuði bráðlega og ég verð 18 á sama tíma (í þessum mánuði). Það er ekkert rosalega langur tími þannig og ég er frekar ung, en hann er 22. Þegar hann kaupir íbúð þá verðum við kannski búin að vera saman í ár eða meira.

Ok, það sem ég er að hugsa er að hvort að fólki almennt finnist það eðlilegt að stelpa flytji að heiman með kærastanum sínum 18 ára eftir kannski eins árs samband eða svo. Ég veit það alveg að þetta er samband sem á eftir að endast. Er bara svona að spá hvað fólki finnst um svona lagað :)