Hæhæ..

Ég hef oft spjallað við vinkonur mínar um öll mín strákamál og þær gefa mér oft ráð sem ég fer eftir…

Núna er ég reyndar farin að halda að þær halda að þær hafi alltaf rétt fyrir sér og líður soldið eins og ég sé alltaf að fá sama svarið.

Þetta er reyndar farið að virka á mig eins og ég megi ekki vera í neinum strákamálum því þau eru öll vond.. og fæ reyndar oft að heyra að ég laði að mér hálfvitana.

Ég segi það ekki að ég hafi lent á vondum gaurum.. en er það virkilega þannig að ALLIR strákar sem ég hitti eru hálfvitar?? Eða er vinkona mín bara afbrýðisöm og vill ekki að ég sé í neinum strákamálum..

Hún virðist ekki hafa mikla reynslu af þeim… Hún hefur verið í einu stuttu sambandi og einu löngu og svo hef ég ekki séð neina fleiri stráka í kringum hana…

Hvað haldið þið?