Sæl öllsömul.

Útfrá vangaveltum Ultravox hér fyrir neðan leyfði ég mér skrifa smá pistil varðandi trúlofanir sem ég setti í “Greinar frá Fróðleiksmola” svæðið hér fyrir neðan.
Ég vil taka það fram að þessi pistill er settur þar inn aðeins sem fróðleiksmoli, honum og öðrum til gagns og jafnvel gamans.

Þessi pistill er alls ekki settur fram til þess að gagnrýna skoðanir eða ákvarðanir Ultravox, eða neins annars, og skal ekki túlkaður sem slíkur.

Vonandi reynist einhverjum þetta fróðleg lesning.

Afsakið að ég set inn sér kork um þetta. Hreyfingin á svæðinu mínu hér fyrir neðan er ekki það mikil að ég hef tekið mér það bessaleyfi að setja hér inn smá tilkynningar þegar eitthvað gerist á sviði :)

Kær kveðja,
Fróðleiksmoli

Bætt við 28. desember 2006 - 15:23
*gerist á því sviði