Jæja, nú er ég í frekar óvenjulegum vandræðum fyrir manneskju eins og mig..
Einn strákur sem ég þekki er byrjaður að sýna áhuga á mér. Við erum í sama skóla og tölum mikið saman á msn og nú virðist hann hafa eitthvern áhuga á mér.
Hann er búin að bjóða mér í bíó en ég sagðist vera upptekinn. Hann er bara soldið uppáþrengjandi. Mætir stundum í vinnuna mína!

Málið er að ég hef ENGAN áhuga á honum, finnst hann ekki einu sinni skemmtilegur. En ég er bara svo fljót að vorkenna fólki og ég á erfitt með að segja nei við fólk. Og því gæti ég áður en ég veit af verið við hlið hans í myrkvuðum bíósalnum.

Veit eitthver um fína aðferð til að láta í ljós að maður hafi EKKI áhuga. Án þess að segja það beint út því það væri bara. . . . já ömurlegt:/

Ég get ekki sagst vera að hjálpa ömmu að þvo þvottinn öll kvöld.

Takk fyri