Hæbb..

Ég var að tala við vin minn um daginn.. og við höfum alltaf verið að gantast með einhverja kynlífsbrandara í hvort öðru og svona, allt sem ég hef tekið í gríni og hann of sagt bara: Viðurkenndu það við þráum hvort annað! O.s.fr…

Anyways… þá var ég að vinna með honum, geri það ekki í dag.. og hann átti kærustu þá, og þegar við vorum að tala saman á eðlilegu nótunum þá sagði hann að hann hafi haft áhuga á mér þegar hann var með henni en af því að ég sýndi aldrei neitt til baka þá gerði hann ekkert í því og eitthvað.. Og var bara að spurja hvort að áhuginn hafi verið gagnstæður.

Mér í rauninni finnst þetta nú hálf fáránlegt.. því ég get alveg sagt það að mér fannst stundum eins og hann væri bara að reyna við mig.. eins og einu sinni þegar við vorum á djamminu og hann vildi endilega tala við mig, og hann alveg hékk nánast utan í mér… Og ef ég hefði ekki vitað betur hefði ég haldið að hann væri að reyna við mig…!

Svo segir hann að hann var það.. allavega, þá hefði ég ALDREI gert neitt þar sem hann átti kærustu! Ég taldi allan þann áhuga sem hann sýndi mér, vera bara eitthvað annað sko.. bara eins og með það sem ég var að segja hérna þegar við hittumst á djamminu.. hugsaði bara: vá hann er soldið fullur.. Og svo strax þegar þau hætta saman eða eru í “pásu” þá hefur hann samband við mig!

hvað finnst ykkur um þetta? Var ég ekki greinilega í ekki neinni aðstöðu til að taka mark á neinu frá honum sem átti að vera einhverskonar daður eða að reyna við mig á meðan hann var með kærustunni sinni? Ég btw þekkti kærustuna hans líka…

Æj, mér finnst þetta allt furðulegt:S