Ég og mín fyrverandi hættum saman fyrir 1 viku síðan og ástæðan var að hún var ekki nógu hrifinn af mér til þess að vera með mér. Henni leið vel þegar við vorum saman og fannst gaman með mér en bara þegar við gerðum hluti sem kærustupör gera en ekki vinir þá leið henni illa og var bara að hugsa um hvenær þetta myndi enda.
Þegar við hættum saman segir hún við mig að við skulum bara vera vinir en ég tók nú ekki mikið mark á því fyrr en hún byrjar að senda mér sms og biður mig um að koma í heimsókn og svo var hún líka að bjóða mér heim eftir skóla.
Allt gekk vel hjá okkur og á föstudaginn spurði ég hana hvað hún vildi, hvort við ættum að vera saman eða ekki, eða hvort þetta væri bara einhver pása hjá okkur. Hún segist ekki vita það og allt er í góðu á milli okkar en ég gat ekki hætt að hugsa um þetta, við vorum föst í því að vera milli kærustupars og vinir sem ég bara get ekki.
Svo í dag tek ég eftir því að hún er ekki með vinkonum sínum svo ég fer að tala við hana og spyr hana hvað er að og svona. Vill hún þá ekki sega mér en á endanum fattaði ég nokkurnveginn hvað hafði gerst og þá var það að hún hafði verið að kyssa einhvern strák [sem hún hélt framhjá mér með þegar við vorum saman] sem gerði einhverja flókna runu þannig að vinkonur hennar voru ekki sáttar með hana.
Tölum við um þetta og hún soldið pirruð og svo segum við bara enn og aftur að við viljum ekki vera rífast og ætlum bara að vera vinir. Erum svo að horfa á einhverja mynd þegar hún byrjar að sofna og spyr ég hana þá hvort ég eigi bara ekki að fara heim. Segir hún þá nei og vill kúra hjá mér :/ leið mér þá soldið skringilega en mér þykir svo vænt um þessa stelpu og auðvitað langar mér að kúra hjá henni. Sofnum við bæði svona til hálfs og svo er það þannig að við erum mjög þétt upp að hvoru öðru haldandi utan um hvort annað. Byrjar þá svona smá action hjá okkur og svona en endar með því að hún fer af mér og segir ekkert.
Förum við þá að tala um þetta og ég þurfti bara að spurja hana soldið ósangjarnar spurningar en hún var hvort veluru mig eða þennan strák? [var hún búinn að sega oft við mig að hún væri hrifinn af mér en ekki þessum strák og svona en virtist bara hafa verið að ljúga að mér] Svara hún auðvitað svona augljóslega hann og eftir smá samræður fer ég heim til mín.

Ég er eiginlega kominn yfir þetta að við séum ekki saman en hún byrjar alltaf að hleypa mér nær til sín en hrindir mér svo alltaf í burtu sem gerir þetta fyrir okkur bæði svo erfit. Svo þegar við byrjuðum þetta samband þá sagði hún við mig að hún væri ekkert endilega tilbúinn í það að hafa þetta samband eitthvað kynferðislegt og ég bara auðvitað já og nákvæmlega á þeim tímapunkti þegar þetta byrjaði að vera þannig hættum við saman. Nú þessi drengur sem hún var að kyssa í gær er þekktur fyrir það að taka stelpur til sín og ríða þeim og henda þeim bara svo í burtu og hún veit það en samt er hún á eftir honum :/
Þær áhuggjur sem ég hef áhyggjur af núna er það að ég er í miðjum prófum og hef enga einbeitingu, búist er við miklu af mér en ég get bara ekki hætt að hugsa um þetta.

Veit ekki hvað ég er að bulla hérna en ég hef engan til að tala við sem ég get treyst.