Ohh ok ég hef ætlað að skrifa hérna síðan 18. sept. En þá hætti kærastinn minn til 1 1/2 árs með mér.

Ok ég grét og grét og bað hann um að reyna aftur(pathetic I know).. Allavega, ég er ekki að komast yfir hann.

Málið er að ég bætti á mig á meðan við vorum saman, ekkert svakalega en ég væri alveg til í að vera eins og ég var fyrir 1 ári síðan. Og sjálfstraustið mitt er ekki upp á sitt besta!

Svo ég hef ekkert verið að reyna við neinn annan. Veit ekkert svo sem hvar ég gæti reynt við einhvern þar sem ég er ekki í skóla og vinn á leikskóla!

Mér líður eiginlega bara mjög illa yfir þessu og ég hata það! Hata að ég skuli leyfa honum að fara svona með mig en samt elska ég hann ennþá! Eða held það! Þoli bara ekki að sakna hans ennþá, en samt eru liðnir næstum 3 mánuðir síðan!! Er þetta eitthvað sem á aldrei eftir að fara eða er þetta bara tímabil! Hvað get ég gert til að láta mér líða vel! Ég hef hitt vini mína mikið.. Farið oft á djammið og bara dreift huganum svona almennt en samt er hann alltaf til staðar helvítis fíflið þó að hann hugsi ekkert um mig!

Hvað er til ráða?

Og fróðleiksmoli ég bíð spennt eftir greininni þinni um ástarsorg!:)