Núna sit ég hér ein. Snjórinn fellur svo mjúklega til jarðar. Ég hugsa til þín. Þú sem áttir mig alla fyrir svo stuttu síðan. Vinur okkar kom okkur saman með ansi miklu ráðarbruggi og svo endaði með að við byrjuðum saman. Við vorum ekki búin að vera lengi saman þegar eina helgina þú hættir að tala við mig. Þó svo við værum í sama skóla og sama vinahópnum, gastu einhvernvegin ekki yrt á mig lengur. Þetta fallega bros sem þú ofnotaðir svo oft var löngu farið og augnaráðið sem alltaf var til staðar líka. Ég vissi ekki hvað var að, ég reyndi að tala við þig en ekkert gekk. Vinur okkar sem kom okkur saman reyndi að tala við þig, en ekkert gekk þar heldur. Svo endaði með því að þú sleist sambandinu. Ég var orðin hvort eð er frekar sátt við það, þar sem þú hafðir “ignor-að” mig í langan tíma. Það er langt um liðið síðan þetta gekk á. Öll djöfulsins dramað sem gekk á milli vina í kringum okkur. Það leið ekki nema tveir dagar eftir að þú sleist sambandinu sem þú hoppaðir þá uppí rúmm með vinkonu vinkonu þinnar.. og eftir það hefuru veið óstöðvandi og með brókarsótt uppað öxlum.. ég er fúl, sár og öfundsjúk, en samt sem áður elska ég þig ennþá, ég sakna þín svo mikið og horfi á þig enn einsog ég gerði. Ég átti mínar yndislegustu stundir lífs míns með þér, og opnaði mig allveg fyrir þig. Sem ég hálfpartin sé eftir. En ég sakna þín og elska þig, en sömuleiðis segja vinirnir að gleyma þer og að þú sert auli. En það sem er.. mig langar að bíða eftir þér. Ég er aðeins orðin hrifin af gaurum sem eru líkir þér á einhvern hátt.. og ég vil ekki missa þig þó svo að ég se eiginlega löngu búin að því.

Vonandi skiljiði allaveganna helmingin í þessu
Ser y no ser, es la pregunta.