Hvernig er hægt að vera alltaf særður aftur og aftur en samt elska manneskjuna útaf lífinu sem er búin að særa mann svo oft og mikið ? Kærasti minn sem ég er búin að vera með í rúmt ár er eitt besti strákur sem ég hef kynnst og ég elska hann. En samt er hann búin að segja mér upp þrisvar og ég hef alltaf tekið við honum aftur. Fyrst þegar hann sagði mér upp átti ég engan til að leita til og fór ég þá og reyndi að finna mér eitthvern annan til huggunar og reið strák. Svo viku seinna byrjuðum við aftur seinna og hann auðvitað komst að þessu. Svo í annað sinn þegar hann sagði mér upp þá var hann að dúlla sér með stelpu og ég vissi ekki af því þá en hafði það svo sterklega á tilfinningunni. En hann kom svo til mín eina nóttina blindfullur og grátbað mig um að taka við sér aftur.. og ég gerði það. Svo sagði hann mér aftur upp tveimur dögum seinna. Og ég auðvitað alveg í rusli en þar sem ég var búin að segja öllum að við höfðum byrjað aftur saman þá þorði ég engan veginn að segja að við höfðum hætt aftur saman. Þannig ég lokaði mig af of lét eins og ekkert væri að og hélt áfram. Svo nokkrum dögum seinna þá kom hann aftur fullur og sagði við mig að við gætum ekki hætt saman og ég játaði því og tók utan um hann og fórum bara að sofa.
En allan þennan tíma þá höfðum við verið að tala inná msn og hann segist elska mig meira en allt annað bara að hann sé ekki tilbúinn í samband. Og ég segist elska hann en ekki skilja afhverju hann geti ekki verið með mér, meina hann væri kannski upptekinn en ég gæti alveg verið þolinmóð. En þá komst ég að því fyrir stuttu að hann hafi verið að dúlla sér með annari stelpu og hætt með mér til að kyssa eitthverja hóru! En samt er ég að taka þessu eins og þetta sé ekkert mál því ég vil ekki missa hann ég elska hann útaf lífinu. Margir segja kannski að hann sé bara drullusokkur og aumingi. En hann er góður strákur og þeir eru fáir sem eru góðir og það gera allir mistök. Samt er ég voðalega sár út í hann sem er skiljanlegt en ég er í miklum vafa hvort ég eigi að taka fast utan um hann eða slá hann :/ langar að gera bæði bara hann særði mig svo mikið að ég veit ekkert hvort ég á að fara til hægri eða vinstri. Bara ég skil ekki hvernig er hægt að dá og dýrka og elska manneskju svo mikið sem hefur sært mann. Strákur sem er búin að brjóta hjartað mitt eyðileggja allt traust og særa mig en samt elska ég hann .. weird :/ allavega við erum enþá saman og það gera allir mistök og allir eiga skilið tækifæri.
Vildi bara tjá mig aðeins :)
My imaginary friend thinks your crazy