Mér finnst mjög óþægilegt að tala um þetta en ég ætla að láta vaða og vona að engin geti fundið út hver ég er :S

Ég er eiginlega hrifin af einum strák og ég hitti hann á hverjum degi í skólanum. En sko málið er að hann er ekkert hrifinn af mér.. ég er svo hrifin af honum að mér er illt, en ég get alveg séð það á honum að hann er ekki BAUN hrifinn af mér, og sé það líka á því hvernig hann er við hinar stelpurnar, hann vill frekar tala við stelpu sem er eldri og á kærasta, heldur en að tala við mig. Fyrir honum er ég bara stelpan sem leiðréttir pistilinn fyrir hann í ensku (jamm ég er nörd).
Ég er orðin mjög þreytt á því að vera svona hrifin af honum og er að spá í hvort að ég ætti að reyna að hætta að hugsa um hann og bara “move on” (afsakið slettuna). En samt þegar ég hef ákveðið það er ég kannski heima hjá mér, og svo þegar ég hitti hann aftur þá bara get ég það ekki..
Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég á aldrei eftir að geta sagt honum þetta, því við hittumst alltaf í skólanum, og þetta er það lítill bær. Ég held myndi bara deyja. Mér er farið að líða geðveikt illa útaf þessu, svo ég þarf að vita hvað einhverjum finnst, án þess að þeir þekkji mig.

Vona að ykkur finnist ég ekki vera algjörlega “pathetic” (afsakið aftur). Svo veit ég að vinkona mín skrifaði hérna og fékk ráð, svo að ég vona að einhver geti hjálpað mér.
Nú veit ég að ég er búin að bulla alltof mikið svo ég er hætt.

Kær kveðja með vonum um svör
Karolina