Ég er kominn með eitt risa vandamál.. Þessi vika hefur verið mikil pain útaf þessu, en ég hef reynt að vera eins sterkur og ég get þessa viku og hef mætt í skólan og svona..

Málið er það að ég er farinn að glíma við einhverja helvítis vanlíðan alltaf hreint.. Núna klukkan 8 ætlaði ég að ljúka við heimalærdóminn en gat það ekki, einfaldlega því mér leið svo illa.. Mér leið eins og ég hefði misst einhverja af mínum nánustu vinum þó svo að það hafi ekki verið þannig! Þetta spratt bara upp allt í einu, þessu hefur fylgt endalaust stress uppúr þurru.. Meðan ég skrifa þetta er ég enn með pínu bleytu í augunum þar sem ég lá í rúminu mínu áðan og táraðist og var þannig núna síðasta hálftíman, mér byrjaði bara að líða eins og ég væri bara eitthver ömurleg manneskja, ég veit það þó vel að ég er það ekki.. Mér líður bara öðruvísi..

Ég myndi nú ekki fara svo langt að kalla þetta þunglyndi en þetta er þó alveg sjúklega mikil vanlíðan sem ég er að ganga í gegnum núna…. Ég er byrjaður að stressast upp í miðjum tíma og missa afturúr í sumu vegna þess að ég get ekki einbeitt mér útaf stressi….


Eru einhverjar leiðir fyrir mig útúr þessu án þess að þurfa að fara til læknis eða e-ð því það vill ég alltaf forðast sem langmest.. Ætla svo sem ekki að hafa þetta lengra enda á ég slatta eftir af heimanámi og ætla að fara að klára það.. Afþakka þó öll skítköst en ráð eru vel þegin..