Það er ótrúlegt að vera ástfangin. Því fá engin orð lýst, það er engu líkt… Fyrir þá sem hafi aldrei fundið fyrir þessu þá skuluði fara að hlakka til. Ég er ástfangin í fyrsta skipti á ævinni og það er það besta sem hefur komið fyrir mig, ef það er eitthvað erfiður dagur hjá mér þá líður mér alltaf betur bara að heyra í honum. Mig langar alltaf að tala við hann. Alltaf að hitta hann…ég er meira að segja gengin svo langt að mig langar bara að gifta mig, bara strax! Skrítið hvernig viðhorfið getur breyst á bara nokkrum mánuðum… ef eg myndi ekki hitta hann daglega þá myndi mér bara líða illa.. ég sakna hans þó að hann hafi bara skroppið á klósettið eða eitthvað svoleiðis.

Það sem ég óttast mest í öllu lífinu er að þessari sælu ljúki og hann fari frá mer eða eitthvað slíkt, það myndi særa mig svo mikið að ég myndi ekki vilja lifa…

Svo er svo óþægilegt að heyra fólk segja.. “jájá, þetta er bara einhver hvolpaást”. Kannski er þetta bara hvolpaást? En ég stend í þeirri trú um að þetta sé eitthvað meira og betra og ég óska þess að ég geti eitt allri ævinni með honum og ætla bara að trúa því…

takk fyrir áheyrninna
Little darlin, it's been a long cold loneley winter…