Um daginn fór ég á stefnumót með stelpu sem ég þekkti alveg ágætlega fyrir. Þegar ég var kveðja hana sagði hún að ég mætti endilega hafa samband. Ég hringdi aftur svona 4 dögum síðar (veit ekki hvort að það er langur eða stuttur tími) og við spjölluðum aðeins saman. Ég hef spjallað nokkrum sinnum við hana og einu sinni hitt hana síðan (ásamt fleira fólki). Málið er bara það að ég á alltaf frumkvæðið. Hún hefur aldrei hringt í mig eða sent sms að fyrra bragði. Hefur hún ekki áhuga eða er ég bara óþolinmóður?