Verð bara að fá smá útrás hérna.

Ég kynntist nýlega strák sem mér líkar mjög vel við. Get varla hugsað um annað. Ég veit samt ekki alveg hvort ég er þannig hrifin af honum eins og maður er oft “ohh, þessi er svo sætur”. Hann er eithvernveginn ekki þannig. Mér finnst hann bara mjög skemmtilegur :)

Verst að ég geri þetta annað slagið, verð hrifin af einhverjum, en er samt ekki viss, og svo er það bara góður vinur minn …

Ég veit samt ekki hvað ég á að gera :S Tými ekki að vera neitt að “reyna við hann” því það er bara svo gaman að eiga suma sem vini … Allavega gekk það ekki síðast þegar ég byrjaði með vini mínum …

Samt er þetta frábær tilfinning :)

Ég varð bara að segja einhverjum. Ég er ekki mikið að ræða svona mál við vini mína, ekki það að ég treysti þeim ekki heldur er ég bara með einhverja hræðslu við að segja fólki frá ástarmálum mínum :S

Bætt við 29. september 2006 - 18:29
Gleymdi að segja að hann hefur augljóslega áhuga á að kynnast mér, ég bara held að það sé sem vinir … Ég veit samt ekkert í svona málum :S Hef ekki mjög mikla reynslu …